Jarðvinna

Jarðvegsskipti
Grenitré fjarlægt
Grenitré fjarlægt úr garði

Við hjá Stefán Einarsson vélaleigu tökum að okkur jarðvinnu, jarðvegsvinnu og jarðvegsskipti ef því er að skipta. Áður en ráðist er í nýbyggingar þarf að vinna undirbúningsvinnu á byggingarsvæði en ekki síður þarf að vinna frágangsvinnu á byggingarsvæði eftir að smíði húss er lokið.

Jarðvinna getur krafist þess að gróður sem fyrir er sé fjarlægður eins og grenitré eða stórar aspir, nú eða hreinlega þarf að moka burtu heilu vörubílshlössunum af mold. Jarðvegsskipti geta verið nauðsynleg og þá ekki síst til þess að halda frostfríu.

Frágangur á lóð eftir byggingu er oftar en ekki falinn í hellulögn eða þökulagningu ef þú vilt fallega grasflöt. Auk undirbúnings undir palla og skjólgirðingar tökum við einnig að okkur pallasmíði og vegghleðslur. Þegar farið er í lóðaframkvæmdir á annað borð er líka tilvalið að fá sér smáhýsi í garðinn og við smíðum þau í tveimur útfærslum.

Við leggjum snjóbræðslukerfi í bílastæði, allt eftir þínum óskum. Við vinnum alla alhliða jarðvegsvinnu.

Hvað er svona merkilegt við það?

Að bora í vegg? Tja, okkur finnst það ekkert tiltökumál, við tökum það að okkur gegn sanngjörnu gjaldi. Steipusögun og boranir af ýmsu tagi er nefnilega eitt af því sem við þurfum að geta gert, fyrir þig.

Vélavinna

Við tökum að okkur hvers konar vélavinnu hvort sem um er að ræða stærri eða smærri verk. Flutningar á landi og sjó eru einnig í boði hjá okkur.

Hafðu samband, við gerum föst verðtilboð í stærri verk, en einnig er mögulegt að leigja einstök tæki með manni og þá er greitt skv. tímagjaldi þess tækis sem þörf er á hverju sinni.

Tækjakostur

Vélafloti fyrirtækisins samanstendur af:

  • Tvær nýlegar 30 tonna gröfur
  • Grafa, 22 tonna
  • Smágrafa
  • Tveir trailerer, Benz og Man
  • Gamli Benz, einn gamall ódrepandi þriggja drifa Benz
  • Ýmsir tengivagnar s.s. Flatvagn, vélavagn og malarvagn

Lóðaframkvæmdir – myndir