Útleigueining

Útleigueining – Sumarbústaður 24fm

Útleigueining í Jórvík
Útleigueining í Jórvík

Skilalýsing; fullkláraður /rúmlega fokheldur. Meðfylgjandi húsinu eru allar nauðsynlegar arkitekta og verkfræðiteikningar ásamt rafmagnsteikningum. Undirstöðuteikningar fylgja verkfræðiteikningunum.

Við reisum líka timburhússumarbústaði, smáhýsi og þeim er hægt að breyta í sauna svo dæmi séu tekin. Kynntu þér málið.

Frágangur útleigueiningar, burðarvirki

  • Gólf er frágengið og klárt á þremur 2x45x220 dregurum. Gólframminn er byggður úr 45×190 timbri cc 60 cm. Með lausholtum cc 120 cm. Á milli dregara og gólframma er gólfið lokað af með þakpappa og músaneti. Að innan er gólfið fyllt með 15 cm steinull, rakavarnarlagi og klætt með 18 mm nótuðum krossvið.
  • Útveggir byggðir úr 45x145mm með einfaldri reim að neðan og tvöfaldri að ofan. Þaksperrurnar eru úr 45x220mm timbri settum saman með krossviðarlöskum og togbandi. Ytra byrgði veggstoða er klæt með 9mm krossvið, 21x70mm lektum og að síðustu 22mm bandsöguð timbur klæðning. Veggir tengdir við gólf með 12mm frönskum skrúfum í gegnum bmf vinkla sem eru negldir í veggstoðir með 6 stk 4/40 bmf saum.
  • Gluggar eru timburgluggar með tvöföldu 4mm gleri með argon K. hvítlakkaðir.
  • Hurð er timbur flekahurð með glugga og þriggja punkta Assalæsingu hvítlökkuð.
  • Þaksperrurnar eru klæddar með borðaklæðningu 25×150 mm. Þar næst Isola Dglass þakpappa og að síðustu Alusink báruþakjárn.
  • Þak er frambyggt um 1,5 metra og haldið uppi með 95×95 timbri fest við dregarana sem ná fram fyrir húsið. 2,5 m löng verönd er á bústaðnum með 100 cm háum skjólveggjum.
  • Undir þakskyggni klætt með veggklæðningu.
  • Engar þakrennur eru á bústaðnum.
  • Vegghæð bústaðs er 2,5m en loftið er upptekið.

Innri frágangur á útleigueiningu

  • Á innra sperrubyrgði er rakavarnarlag, næst rafmagnslektur og að síðustu 12 mm furubaðstofupanell.
  • Rafmagnsefni er frá merten.
  • Á gólfi er eikarlitað harð/plast parket 8mm ásamt undirlagi en á baði er drappaður vynildúkur. Niðurfall er á baði.
  • Á baðherberginu er gólffest wc, veggfest handlaug með tækjum og 80×80 heill sturtuklefi. Fyrir ofan vask er lítill skápur með spegli.
  • Hvítar hurðir 80cm eru á baði og svefnherbergi með hvítum gereftum.
  • Í alrýminu er lítil hvít eldhúsinnrétting með vaski og vaskaskápi, plássi undir boði fyrir ísskáp og 40 cm skápaeiningu, ásamt 2 hellu helluborði. Að ofan eru grunnir efri skápar.
  • Þrír olíufylltir rafmagns þylofnar eru í húsinu einn í hverju rými.
  • Utan á húsinu er lokaður einangraður skápur með læsanlegum hurðum sem inniheldur rafmagnsinntak og töflu ásamt uppsettum 100L hitakút fyrir húsið.
  • Framan við húsið er frambyggður 3 m pallur með dekki og 120 cm háu einföldum skjólvegg 90 cm gönguop að framan eins og sést á mynd en engu hliði.

Verð og greiðslufyrirkomulag

Í hverju tilfelli fyrir sig eru gerð tilboð, hafðu samband við reisum@simnet.is.

Ef húsið er tekið fokhelt þá klárt að utan með verönd ásamt því að gluggar og hurð er komin í glerjað. Þá er verðið kr 3.490.000 plús vsk. Verð á húsinu frágengnu miðað við ofangreinda skilalýsingu er kr 5.500.000 plús vsk. Tilbúið til flutnings.

Greiðslufyrirkomulag er þannig að við verkbyrjun greiðist 30% staðfestingargreiðsla af verkupphæð og við afhendingu húss er afgangur greiddur.

Útleigueining – myndir

Viltu gista?

Þessari útleigueiningu hefur verið komið fyrir á bænum Jórvík I í Álftaveri, milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs. Hér getur þú leigt bústaðinn í gegnum Bungalo.is