Ferðaþjónustuhús

Hjá Reisum.is bjóðum við upp á ferðaþjónustuhús af vönduðustu gerð en af ýmsu tagi. Ferðaþjónustuhúsin sem við reisum eru gerð eftir stöðluðum teikningum sem viðskiptavinurinn hefur svo áhrif á að breyta til að mæta sínum þörfum. Við getum t.d. Stækkað húsin eða minnkað, breytt efnisvali að utan sem að innan eða annað. 

Við erum alltaf tilbúin að skoða nýjar hugmyndir. Við tökum því vel að fá rissað á blað það sem viðskiptavinurinn er með í huga, úr því látum við vinna teikningar sem henta kaupandanum. 

Ferðaþjónustuhúsunum skilum við oftast til kaupanda fullklárum og tilbúnum til að setja inn húsgögn og húsmuni en að sjálfsögðu er hægt að kaupa þau og fá afhent á mismunandi byggingarstigum. 

Gistihúsin til ferðaþjónustaðila hafa verið smíðuð í nokkrum stærðum, minnstu húsin, sem eru í raun smáhýsi eru 14,9 fm gestahús og þá er skilyrði að önnur hús séu á sömu lóð. Ferðaþjónustuhúsin er 20 fermetrar að stærð, 25 fm og 30 fm og stærst eru parhús fyrir ferðaþjónustu sem eru rúmir 45 fermetrar, þá eru tvær rúmlega tuttugu fermetra útleigueiningar settar saman í parhús.