Hænsnakofar

Hænsnakofi innistía

Við höfum smíðað þrjár stærðir af hænsnakofum, sem hægt er að velja á milli eftir því hvað þú ert stórhuga í hænsnaræktinni. Ef þú ert að hugsa um að fá þér hænsnakofa, þá erum við með kofann fyrir þig. 

Hænsnakofarnir okkar eru manngengir, bæði innistían og útistían. 

Að sjálfsögðu komum við til móts við óskir viðskiptavina okkar um afhendingu og undirstöður. Algengast er að við afhendum hænsnakofana á 2 – 3 dregurum eftir stærð kofans, en einnig kemur til greina að setja hænsnakofann niður á steypta plötu. 

Auk hænsnakofa smíðum við smáhýsi af ýmsum toga, 15 fm gestahús sem ferðaþjónustuaðilar hafa tekið sem gistiskála, garðhýsi eins og geymslur en einnig sauna

Þrjár stærðir hænsnakofa

9 fm innistía,  hænsnakofi fyrir 35 – 40 hænur

Stærð 5 m x 2,5 m  þar af er innistía 3,6 m x 2,5 m að utanmáli. 

6 fm innistía, hænsnakofi fyrir 20 – 25 hænur

Stærð 4 m x 2,5 m að utanmáli.  Þar af er inni einingin 2,4 m x 2,5 m að utanmáli.

3 fm innistía, hænsnakofi fyrir 10 – 15 hænur

Stærð 3 m x 2,5 m að utanmáli.  Þar af er innistían 1,2 m x 2,5 m að utanmáli

Hænsnakofar

Verð frá: 434.000 krónur