Nýbyggingar

Ertu í byggingahugleiðingum?

Átt þú lóð og langar að reisa á henni hús? Við hjá Reisum.is getum boðið þér heildarpakkann, allt frá jarðvegsvinnu til fullbúins timburhúss.

Hvernig er verkferlið?

Þú byrjar á að hitta arkitektinn okkar með þær hugmyndir sem þú hefur og gera teikningar sem eru eins og þú vilt. Þær teikningar eru efnismetnar og kostnaðaráætlun gerð. Heildaráætlun húsbyggingarinnar nær yfir grunnvinnu, innréttingar og aðrar óskir viðskiptavinar. Í timburhúsunum okkar eru ákveðnir standardar en þau eru vitaskuld aðlöguð að óskum hvers og eins. Aðlaganir eru t.d. utanhúss klæðning, innréttingar, hurðir, tæki og annað.
Til að nýta tímann meðan beðið er eftir innflutu efni, er unnin jarðvinna á lóð, grunnur steyptur, gólfhiti og aðrar lagnir eru steyptar í plötu og þar ofaná kemur svo húsið.

Við sjáum um allar teikningar, arkitektateikningar, verkfræðingsteikningar, rafmagnsteikningar, það eina sem þú þarft að gera er að slaka á og fylgjast með húsinu þínu rísa.

Hvað kostar að reisa hús?

Algengast er að kaupsamningur sé undirritaður, um helmingur kaupverðs sé greiddur við fokheldi og svo afgangur við afhendingu eins og almennt gerist með nýbyggingar.
Við getum boðið timburhúsin frá okkur á mun hagstæðara verði en það sem gengur og gerist hér á heimamarkaði miðað við þau gæði sem lögð eru í þau.

Við leggjum mikið upp úr því að búið sé að fara yfir öll atriði kostnaðaráætlunar áður en smíði hefst, sem eykur líkurnar á því að kostnaðaráætlun standist og ekki þurfi að bæta við aukaverkum.

Við höfum bæði verið að skila af okkur fokheldu, tilbúnu undir tréverk og málningu eða fullbúnu, allt eftir óskum viðskiptavina. Verð húsanna ræðst af því á hvaða stigi þeim er skilað.

Hvað tekur langan tíma að byggja hús?

Frá því að efnið kemur á byggingarstað er algengt að það taki okkur um 4-5 mánuði að reisa fullbúið hús, með fyrsta flokks innréttingum, tækjum og gegnheilum viðarhurðum. Byggingartími er þó breytilegur og getur verið háður árstíma og veðri.

Hafðu samband og við reisum fyrir þig draumahúsið þitt.