Geymslur

9,5 fm smáhýsi með liggjandi klæðningu

Reisum.is hefur mikla reynslu af því að byggja geymslur af ýmsum stærðum. Þú getur treyst því að við smíðum fyrir þig öfluga geymslu sem þolir íslenskt veðurfar. Algengustu garðhýsin sem við smíðum eru geymslur, því einhvers staðar þarf jú að geyma garðhúsgögnin, grillið, garðverkfærin svo ekki sé nú talað um trampólínið. 

Við getum komið til móts við hugmyndir kaupanda í nær öllum tilfellum varðandi málsetningar og efnisval. Það er bara um að gera að viðra hugmyndirnar snemma í ferlinu, því oftast höfum við reynslu af einhverju svipuðu sem við getum miðlað áfram. 

Allar geymslur sem við smíðum eru innan þeirra stærðartakmarkana sem gerðar eru á garðhýsum. Algengast er að við reisum geymslur í einhverri af þremur mismunandi stærðum:

  • 7,5 fm (2,5 m x 3 m að utanmáli)
  • 9,5 fm ( 2,5 m x 3,8 m að utanmáli
  • 14,9 fm ( 3 x 5 m að utanmáli)

Við afhendum þér geymsluna samsetta og fullfrágengna á tveimur / þremur dregurum eftir stærð svo mjög einfalt er að festa við undirstöður. 

Festingarnar til að festa geymsluna niður fylgja ekki, því það er mismunandi hvaða leið fólk velur við undirstöður. Við getum einnig afhent geymslurnar okkar gólflausar ef hugmyndin er að setja geymsluna niður á steypta gólfplötu. 

Geymslur