Sumarbústaðir

Sumarhus_000_utlit
Sumarbústaður 56 fm að stærð.

Markmiðið með sumarbústöðunum okkar er að bjóða þá á viðráðanlegu verði fyrir þig og gerlegu fyrir verktakann.

Sumarbústaðirnir frá okkur eru 56 fm að stærð, með tveimur svefnherbergjum. Nokkrar útfærslur eru mögulegar á innveggjum, hvort þú vilt hafa stórt alrými eða stúka rýmið meira niður.

Við bjóðum sumarbústaðinn annað hvort samsettan með timburgólfi tilbúinn til flutnings eða í topphlöðnum gám, svona “DO IT YOURSELF” eða “SETTU SAMAN SJÁLFUR” gám.

Við reisum líka timburhús í fullri stærð sem og smáhýsi sem hægt er að innrétta sem sauna. Minni sumarbústaðir hafa svo verið í útleigu í ferðaþjónustu.

Settu saman sjálfur sumarbústaður

Settu saman sjálfur sumarbústaður inniheldur:

  • Tilbúnar veggeiningar, útveggir og innveggir
  • Gólfflekar
  • Sperrur
  • Annað tilsniðið efni sem þarf

Með þessu móti telst bústaðurinn tilbúinn undir innréttingar.

Þú gerir undirstöður undir sumarbústaðinn sjálfur, annað hvort 3 steypta samhliða sökkulveggi eða steyptar súlur. Úr “Settu saman sjálfur” gámnum er gólfflekinn festur ofan á og þú raðar svo saman einingunum eftir leiðbeiningum sem fylgja.

Settu saman sjálfur sumarbústaðarpakkinn er ódýr kostur fyrir þá sem treysta sér til að taka til hendinni og gera hlutina að mestu sjálfir.

Verð á einingapakkanum tilbúnum til fluttnings verður 7,9mkr

Sumarbústaðir – myndir og teikningar

Skoðaðu myndirnar til að fá hugmynd um hvernig sumarbústaður hentar þér og þínum, við reynum alltaf að hafa þarfir fjölskyldunnar í huga þegar við teiknum sumarhús.

Þér er líka velkomið að skoða teikningar (Tengja hér) af þeim sumarbústöðum sem við höfum byggt hingað til.