25 – 30 fm ferðaþjónustuhús

Jórvík 3 Ferðaþjónustuhús

Ferðaþjónustuhúsin sem eru 25 - 30 fm að stærð hafa vakið mikla lukku meðal viðskiptavina okkar. Hægt er að hafa hönd í bagga með klæðningu húsanna að utan og efnisval innviða. 

Þessi hús eru gistihús sem rúma 4 gesti í gistingu. Ferðaþjónustuhúsin hafa sér herbergi, góðan eldhúskrók, fullbúið baðherbergi með vegghengdu salerni, góðri sturtu og lítilli innréttingu. Í húsunum er rúmgott alrými. 

Húsin eru afhent samsett og tilbúin fyrir innanstokksmuni. Með öllum húsum í fullri stærð og hæð fylgja fullar byggingarnefndarteikningar, iðnmeistaraundirskriftir ásamt byggingastjóra og tryggingum. 

25 fm ferðaþjónustuhús

30 fm ferðaþjónustuhús